Skip to main content Skip to footer

Leikskólaverkefnið

Á hverju ári eru valin eða pöntuð lög eftir eitt (eða fleiri) tónskáld eða hljómsveit. Lögin eru útsett fyrir söng leikskólabarna og nemendahljómsveit, hljóðrituð og dreift ásamt textum til meira en 33 leikskóla í Reykjavík. Um 600 börn læra lögin og textana og heimsækja síðan Tónskóla Sigursveins og flytja lögin við undirleik hljóðfærahópa í mars mánuði ár hvert. Tónlistarnemendurnir kynna líka hljóðfærin sín fyrir leikskólabörnunum. Verkefninu lýkur með tónleikum á Barnamenningarhátíð í Eldborgarsal Hörpu þar sem leikskólabörnin flytja lögin við undirleik nemenda úr Tónskólanum.