Breyting á kennslu í Tónskólanum til 19. október

Í samræmi við hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid verða hóptímar ekki kenndir innan veggja Tónskólans til 19. október. Tónleikahaldi verður einnig frestað þar til eftir 19. okt. 

Allar tónfræðagreinar verða kenndar í fjarkennslu. Gert er ráð fyrir Zoom kennslu og/eða verkefnavinnu. Tónfræðagreinakennarar veita nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslunnar í hverjum hóp.

Einkatímar verða áfram kenndir í skólanum þó hóptímar fallir niður.

Hefðbundin kennsla hefst að nýju mánudaginn 4. maí.

Við fögnum því að frá 4. maí verður hefðbundin kennsla í
Tónskóla Sigursveins í samræmi við þær tilslakanir á
samkomubanninu sem taka þá gildi sbr. eftirfarandi upplýsingar á vef
mennta- og menningarmálaráðuneytisins :

„Takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi frá og með mánudeginum 4.
maí. Þá verður starf leik- og grunnskóla með hefðbundnum hætti
og hvorki fjölda- né nálægðartakmörk munu gilda um nemendur á
leik- og grunnskólaaldri. Það á einnig við um frístundastarf barna
á leik- og grunnskólaaldri, s.s. íþróttaiðkun, æskulýðs- og
tómstundastarf og tónlistarnám.“

Einkatímar og hóptímar í hljóðfæraleik, forskóla, tónfræðagreinum og
samspili verða kenndir í skólanum en ítrustu kröfum um sóttvarnir
verður áfram fylgt og regla um tveggja metra fjarlægð á milli nemenda
eldri en 16 ára í heiðri höfð.

Því miður þarf að takmarka aðgengi foreldra að Tónskólanum í
samræmi við þær kröfur Reykjavíkurborgar að viðburðir í
skóla- og frístundastarfi séu án þátttöku foreldra og foreldrar
komi ekki inn í grunnskóla og frístundaheimili nema nauðsynlegt sé.
Foreldrar ungra Suzukibarna eru undanskildir þessari reglu þar sem
þeir eru virkir þátttakendur í tónlistarnáminu en reglu um tveggja metra
fjarlægð verður fylgt vel eftir.

Breyttir kennsluhættir í Tónskólanum út af Covid-19

Þrátt fyrir samkomubann sem tók gildi í dag eru hljóðfæratímar í Tónskólanum með óbreyttu sniði.

Óheimilt að fara inní grunnskóla þannig að þeim nemendum, sem hafa verið í spilatíma í skólanum sínum verður boðinn tími inní húsnæði Tónskólans í samráði við kennara og foreldra. Tímasetningar hjá þeim gætu breyst vegna þessa og biðlum við til foreldra að liðka fyrir því eins og hægt er.

Með samkomubanninu fellur hópkennsla í Tónskólanum niður. Það á við um forskóla, tónfræði, hljómsveitir, samspils- og suzukihópa. Við munum bjóða uppá fjarkennslu þar sem því verður við komið og verður það tilkynnt eins fljótt og mögulegt er. Allir tónleikar á vegum Tónskólans falla niður á meðan á samkomubanninu stendur.

Tónskólinn mun gæta ítrasta hreinlætis og verður húsnæði skólans þrifið og sótthreinsað daglega. Einnig verða hljómborð, hurðahúnar, lyftutakkar, handföng og aðrið snertifletir sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.

Höldum gleðinni sem tónlistin gefur og njótum þess að spila á hljóðfærin okkar!

Tónskólinn og Covid-19

Þó samfélagið sé að talsverðu leyti undirlagt af umræðu um Covid-19 veiruna þá viljum við í Tónskólanum undirstrika að skólinn starfar eins og venjulega og við hvetjum nemendur til að stunda tónlistarnámið eftir bestu getu. Öll kennsla, þ.m.t. tónfræði og hljómsveitaræfingar, er óbreytt að svo stöddu. Við fylgjumst grannt með öllum tilkynningum og fyrirmælum frá Embætti landlæknis og Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Þeir nemendur sem finna fyrir flenskulíkum einkennum eru vinsamlegast beðnir um að mæta ekki Tónskólann.

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/Spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna-

Tónskólinn hefur komið fyrir sprittbrúsum í hverri kennslustofu og á salernum á Engjateigi og í Hraunbergi. Hafið samt í huga að handþvottur með sápu er besta forvörnin. Hér smá sjá myndband um handþvott: https://vimeo.com/151138613

Hvernig draga skal úr smithættu
– Hreinsa hendur með sápu og vatni eða handspritti
– Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír
– Forðast náið samneyti við fólk sem er með hita, kvef eða flensueinkenni
– Gæta hreinlætis og forðast snertingu við augu, nef og munn
– Varast snertifleti á fjölförnum stöðum svo sem handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna
– Heilsa frekar með brosi en handabandi (eða faðmlagi)

Þemadagar 18. – 20. febrúar – Tónlistin og samfélagið. Nemendur halda tónleika víðsvegar um bæinn.

Tónleikastaðir:

Skólar: Laugarnesskóli, Klettaskóli, Hólabrekkuskóli og Suðurborg

Dvalarheimili og félagsmiðstöðar: Bólstaðarhlíð, Seljahlíð, Mörk, Furugerði, Droplaugarsataðir, Árskógar, Dalbraut, Múlabær, Grund, Hæðargarður og Landakot

Kjarvalsstaðir, Ráðhús Reykjavíkur og Seðlabankinn