Páskafrí er í Tónskólanum 1.-10. apríl. Sjáumst aftur þriðjudaginn 11. apríl.
Gleðilega páska!
Páskafrí er í Tónskólanum 1.-10. apríl. Sjáumst aftur þriðjudaginn 11. apríl.
Gleðilega páska!
Þemadagar eru í Tónskólanum mánudag, þriðjudag og miðvikudag. ENGIN HEFÐBUNDIN KENNSLA ER Í ÞESSARI VIKU en við minnum á skapandi námskeið sem öllum nemendum er boðið á og hafa fengið tölvupóst um.
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur tónleika í Langholtskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 16.00.
Almennt verð: 3500 kr. , Nemar, öryrkjar og eldri borgarar: 2000 kr.
Efnisskrá:
G.F. Händel: Hörpukonsert í B-dúr op. 4 nr. 6
E. Grieg: Fjórir þættir úr Pétri Gaut, svítum 1 og 2
J. Brahms, úts. R. Meyer: úr sinfóníu nr. 1, 4. þáttur
J. Williams, úts. M. Story: Syrpa úr Harry Potter
Einleikari: Mahaut Ingiríður Matharel, harpa
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, – Tónlistarskóla Garðabæjar, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar
Markmiðið með starfi sveitarinnar er að veita þeim sem komnir eru áleiðis í tónlistarnámi þjálfun í að leika í fullskipaðri sinfóníuhljómsveit.
Árlega æfir hljómsveitin allar helgar í janúar og lýkur æfingaferlinu með tónleikum. Í ár taka 98 nemendur þátt í hljómsveitarstarfinu og koma fram á tónleikunum.
Kennsla hefst skv. stundaskrá 4. janúar
Fimmtudagurinn 8. september og föstudagurinn 9. september eru starfsdagar í Tónskóla Sigursveins og öll kennsla fellur niður.