Erlent samstarf
Strengjasveit Tónskólans hefur verið í samstarfi við Youth Chamber Orchestra í Fíladelfíu í Bandaríkjunum síðan 2013 og hafa hljómsveitirnar heimsótt hvor aðra alls átta sinnum. YCO er skipuð framúrskarandi strengjanemendum á Fíladelfíusvæðinu og hefur samstarfið við svo góða hljómsveit verið mjög hvetjandi og lærdómsríkt.
Tónskólinn hefur verið í samstarfi og tekið á móti fjölda hljómsveita og nemenda undanfarin ár, frá Austurríki, Póllandi, Kína, Bandaríkjunum, Litháen og Noregi.
Tónskóli Sigursveins hlaut nýlega aðild að Erasmus+ styrkjakerfinu sem mun gefa enn meiri möguleika á samstarfi við erlenda tónlistarskóla.
Kennarar Tónskólans fara reglulega í endurmenntunarferðir erlendis og hafa heimsótt tónlistarskóla í Ungverjalandi, Barselóna, Kúbu, Vín, Salzburg, Róm, Stokkhólmi, Mexíkó og Póllandi