Skip to main content Skip to footer

Páll Eyjólfsson

Eftir fiðlunám í Barnamúsíkskólanum í Reykjavík og stúdentspróf, lauk Páll einleikaraprófi á klassískan gítar frá Gítarskóla Eyþórs Þorlákssonar 1981 og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Páll stundaði framhaldsnám í Alcoy á Spáni hjá José Luís González. Gítarkennslu hóf hann 1977 við Tónlistarskóla Mosfellssveitar og frá 1978 við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Að loknu framhaldsnámi á Spáni, 1984, hóf Páll kennslu við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskólann í Reykjavík auk áframhaldandi gítarkennslu við Tónmenntaskólann. Frá 2007 hefur hann einnig stundað kennslu við Listaháskóla Íslands.
Páll tók þátt í greinarnámskrá fyrir gítar 2002 og í kjölfarið tók hann saman og gaf út Tónstigar og brotnir hljómar, grunn-, mið- og framhaldspróf fyrir gítar. Páll hefur samhliða kennslunni verið virkur í íslensku tónlistarlífi og gefið út tvo einleiksdiska, tvo dúó diska, auk fleiri samspilsdiska.

Contact

E-mail: pallisigny@simnet.is
Telephone: 8623358