Skip to main content Skip to footer

Framhaldsnám

Í aðalnámsskrá tónlistarskóla – Tónfræðagreinar segir um framhaldsnám :

  • Framhaldsprófið markar lok almenns tónlistarskólanáms, og þá eiga nemendur að vera undirbúnir undir háskólanám í tónlist.

  • Miðað er við að hægt sé að ljúka náminu á 3-4 árum og er námið metið til eininga í ákveðnum framhaldsskólum. Þó verður að gera ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinn.

  • Kjarnagreinar í framhaldsnámi eru þrjár auk valgreinar:
    • Hljómfræði – 2 ár
    • Tónheyrn – 2 ár
    • Tónlistarsaga – 2 ár
    • Valgrein (t.d. tónsmíðar, íslensk tónlistarsaga eða djass-og dægurlagahljómfræði, – 1 ár)

Um innihald einstakra áfanga er vísað í Aðalnámskrá tónlistarskóla – Tónfræðagreinar og til kennara í kjarnagreinum við Tónskóla Sigursveins.

Kröfur Tónskóla Sigursveins til framhaldsnemenda

  • Nemendur ljúki námi í tónfræðagreinum eins og námsskrá gerir ráð fyrir áður en þeir taka framhaldspróf.
  • Taka þarf forpróf bæði fyrir F1 áfangapróf (6. stig) í hljóðfæraleik og fyrir framhaldspróf, a.m.k. einni önn áður en áætlað er að taka F1 eða framhaldspróf.
  • Ætlast er til að nemendur taki þátt í hljómsveitarstarfi skólans þegar við á og það gangi fyrir hljómsveitarstarfi utan skólans.
  • Ætlast er til að nemendur taki þátt í a.m.k. einu kammerverki á ári sem er flutt á tónleikum skólans.
  • Framhaldsnemendur þurfa að spila á vorprófi eða forprófi efnisskrá sem er u.þ.b. 10-15 mín. löng þá önn sem þeir taka ekki áfangapróf