Básúna
Básúna er blásturshljóðfæri sem tilheyrir málmblástursfjölskyldunni. Básúnan hefur enga takka og er að því leyti frábrugðin hinum málmblásturshljóðfærunum. Tónhæðin breytist með hreyfingu sleðans ásamt varablæstrinum. Til þess að fá tón úr hljóðfærinu þarf að blása og purra í munnstykkið og þannig hljómar hinn djúpi og kröftugi tónn básúnunnar.
Til eru nokkrar gerðir básúna. Tenór-básúnan er algengust og er hún það hljóðfæri sem flestir byrja að læra á. Einnig eru til alt-og bassa-básúnur, sem eru aðallega notaðar í stærri hljómsveitum. Alt-básúnan er minni og tónarnir bjartari, en bassa-básúnan er stærri og eru tónar hennar afar djúpir.
Básúnan er ómissandi í allar tegundir hljómsveita; blárasveitir, sinfóníuhljómsveitir, og stórsveit og hefur hún mikla breidd í styrkleikasviði sínu.