Skip to main content Skip to footer

Tónskóli Sigursveins með Erasmus+ vottun

Í maí 2024 hlaut Tónskóli Sigursveins vottun sem Erasmus+ skóli til ársins 2027. Með þessu hefur skólinn öðlast fullgilda aðild og er jafnframt staðfest að skólinn hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarleiðir sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Þeir skólar sem fá þessa vottun staðfesta, munu hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna í nýrri menntaáætlun Erasmus+ 2021-2027. Í áætlun Tónskólans um alþjóðlegt samstarf er sett fram skýrt markmið: Að efla framúrskarandi hljóðfæranema í framhaldsdeild skólans á alþjóðagrundvelli. Þessum markmiðum verður náð með því að styrkja efnilega hljóðfæranema til þátttöku í alþjóðlegum tónlistarkeppnum.

Vasyl hlaut viðurkenningu í WPTA IPC Spáni 2025

Vasyl Zaviriukha hlaut viðurkenningu “Honorable Mention” í flokki Junior D í vefútgáfu Alþjóðlegu World Piano Teachers píanókeppninnar á Spáni í janúar 2025. Tónskóli Sigursveins óskar Vasyl og kennara hans dr. Nínu Margréti Grímsdóttur innilega til hamingju með árangurinn.

Erasmus+ nemendur Tónskólans auðga samfélagið með tónlist

Erasmus+ nemendur Tónskóla Sigursveins Chadman Naimi, Matvii Levchenko og Vasyl Zaviriukha hafa verið duglegir að auðga samfélagið með tónlistarflutningi sínum, þar má nefna þátttöku í masterklass og tónleikum í Tónskóla Mýrdalshrepps í september 2024, tónlistarflutningi við opnun málþings Menntavísindasviðs HÍ í október 2024, tónlistarflutningi á tónlistarhátíð íslenskrar píanótónlistar Slagharpan syngur í Salnum í nóvember 2024, tónlistarflutningi í Hörpu á tónlistarhátíðinn Unglist í nóvember 2024, tónlistarflutningi í Hörpuhorni á jólatónleikum Tónskólans, tónlistarflutningi á Degi heimstrúar á vegum Bahá´í samfélagsins á Íslandi í janúar 2025 og tónlistarflutningur í messu Laugarneskirkju í febrúar 2025.

Nóvember 2024 - Polstjärnepriset, Vänersborg, Svíþjóð

Vasyl Zaviriukha, 15 ára var valinn fyrir hönd Íslands til að taka þátt í alþjóðlegu píanókeppninni Polstjärnepriset í Vänersborg Svíþjóð. Keppnin er einungis opin annað hvert ár fyrir efnilega tónlistarnemendur í Skandinavíu og er eitt pláss í boði fyrir íslenskan tónlistarnema sem uppfyllir hæfniskröfur dómnefndarinnar en fjölmargir sækja um í Polstjärnepriset. Vasyl var valinn í keppnina sem skiptist í tvo hluta, fyrri hluti fór fram í nóvember 2024 og seinni hluti í janúar 2025. Í keppninni tók Vasyl þátt í masterklössum og kom fram á kammertónleikum í Folkets Hus salnum í Vänersborg ásamt nemendum frá Finnlandi og Svíþjóð og einleikstónleikum í Göteborg Konserthuset. Vasyl stóð sig frábærlega og var valinn til að leika 1. og 3. þátt úr tríói eftir Béla Bartók Kontrasts.

September 2024 - Göteborg Piano Festival, Svíþjóð

Vasyl Zaviriukha, 15 ára og Matvii Levchenko 13 ára tóku þátt í alþjóðlegri píanókeppni og tónlistarhátíð í Gautaborg Svíþjóð í september 2024 og stóðu sig frábærlega. Keppnin var opin nemendum í Skandinavíu og hlaut Vasyl 2. verðlaun í flokki C og Matvii hlaut 3. verðlaun í flokki B og voru þeir valdir til að koma fram á hátíðartónleikum í Göteborg Konserthuset. Tónskóli Sigursveins óskar þessum efnilegu píanónemendum og kennara þeirra dr. Nínu Margréti Grímsdóttur innilega til hamingju með árangurinn.

Ágúst 2024 - Music Festival Vienna Classis Stars - Vín, Austurríki

Chadman Naimi, 15 ára, Vasyl Zaviriukha, 15 ára og Matvii Levchenko 13 ára tóku þátt í alþjóðlegri píanókeppni og tónlistarhátíð í Vín Austurríki í ágúst 2024 og stóðu sig frábærlega. Af 30 þátttakendum frá 10 löndum hlaut Matvii 1. verðlaun og hlutu Chadman og Vasyl 2. verðlaun en hópurinn kom m.a. fram á vel sóttum tónleikum í Kleiner Ehrbar Saal og Bechstein Centrum í Vín. Tónskóli Sigursveins óskar þessum efnilegu píanónemendum og kennara þeirra dr. Nínu Margréti Grímsdóttur innilega til hamingju með árangurinn.

Júlí 2024 - Young Euregio Piano Award - Geilenkirchen, Þýskalandi

Vasyl Zaviriukha, 15 ára og Matvii Levchenko, 13 ára tóku þátt í alþjóðlegri píanókeppni í Geilenkirchen í Þýskalandi í júlí 2024 og stóðu sig frábærlega. Af 25 þátttakendum frá 13 löndum var Vasyl valinn í hóp 7 keppenda í lokaúrslitum flokki B og hlaut "finalist diploma” og Matvii var valinn í hóp 5 keppenda í lokaúrslitum flokki A og hlaut "finalist diploma special Jury mention". Tónskóli Sigursveins óskar þessum efnilegu píanónemendum og kennara þeirra dr. Nínu Margréti Grímsdóttur innilega til hamingju með árangurinn.

Erasmus+ piano students performance videos 2023-2025

Ágúst 2023

Desember 2023

Janúar 2024

Ágúst 2024

September 2024

Desember 2024