Skip to main content Skip to footer

Markmið Tónskóla Sigursveins

Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla er hlutverk tónlistarskóla að: 
„stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar“
„ búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur“
„búa nemendur undir nám í tónlist og skyldum greinum á háskólastigi“
„stuðla að auknu tónlistarlífi“  (Aðalnámskrá, bls. 13)

Tónskóli Sigursveins setur sér sömu uppeldislegu markmið, leikni – og skilningsmarkmið og samfélagsleg markmið sem  talin eru upp í aðalnámskrá tónlistarskóla
Markmið Tónskólans er jafnframt að efla almenna tónlistarþekkingu. Skólinn byggir starf sitt m.a. á þeirri hugsun að með skipulegu námi og markvissum kennsluaðferðum geti allir tileinkað sér vissa færni á sviði tónlistar. Þess vegna er leitast við að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína og færni í tónlist jafnhliða öðru námi og starfi en einnig að skapa þeim sem skara fram úr í námi, verkefni við hæfi. 
Til að sem bestur árangur náist er lögð áhersla á að foreldrar séu þátttakendur í námi yngstu nemendanna og taki sem virkastan þátt í námi barna sinna. Með því næst bestur árangur og  þannig vill skólinn stuðla að því að tónlistariðkun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í daglegu lífi okkar allra.