Skip to main content Skip to footer

Nína Margrét Grímsdóttir

Dr. Nína Margrét Grímsdóttir er í fremstu röð klassískra píanóleikara landsins. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, LGSM prófi frá Guildhall School of Music and Drama, meistaraprófi frá City University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York. Tónleikar á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína. Útgefnir fimm geisladiskar fyrir Naxos, BIS, Acte Préalable og Skref sem allir hafa hlotið frábæra dóma í erlendum fagtímaritum. Nína Margrét er deildarstjóri framhaldsdeildar og verkefnastjóri Alþjóðasamstarfs Erasmus+ við Tónskóla Sigursveins frá 2016, prófdómari fyrir Prófanefnd Tónlistarskólanna auk kennslu við Tónlistarskóla Kópavogs, Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólann í Reykjavík, University of Agder, University of Karlstad og Bloomingdale School of Music í New York. Píanónemendur Nínu Margrétar hafa unnið til fjölda verðlauna í innlendum og alþjóðlegum píanókeppnum.


Contact

E-mail: nmgrimsdottir@gmail.com
Telephone: 8996413