Skip to main content Skip to footer

Júlíana Rún Indriðadóttir

Júlíana Rún Indriðadóttir lauk píanókennaraprófið frá Tónskóla Sigursveins árið 1988 og  fullnaðarprófi í píanóleik árið 1989 þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. Hún stundaði síðan píanónám hjá Georg Sava í Berlín til ársins 1993, og Jeremy Denk og Edward Auer við Indiana University Bloomington þaðan sem hún lauk meistaragráðu í píanóleik árið 1998. Júlíana hlaut TónVakaverðlaun ríkisútvarpsins árið 1995 og hefur komið fram á tónleikum sem einleikari, meðleikari og kórstjóri á Íslandi og í Þýskalandi. Júlíana hefur starfað sem tónlistarkennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins frá árinu 1998 og sem skólastjóri frá árinu 2015. Júlíana hafði frumkvæði að samvinnu Tónskóla Sigursveins við grunnskóla og framhaldsskóla í Breiðholti sem hófst haustið 2016 og hópkennsluformi byrjenda í samstarfi við Fellaskóla. 

Contact

E-mail: julianaindrida@gmail.com
Telephone: 8486057