Ungbarnanámskeið í Tónskóla Sigursveins

„Fuglinn segir bí, bí, bí.“

Sungið, leikið og dansað með börnum á fyrsta ári og foreldrum þeirra.

Kennslustaður: Engjateigur 1

Skráning og upplýsingar á skrifstofu Tónskólans í síma 568 5828

Tónar og hljóð

Börnin okkar skynja hljóð þegar í móðurkviði. Þau heyra t.d. vel hjartslátt móðurinnar en einnig utanaðkomandi hljóð, þar á meðal söng og hljóðfæraslátt. Rannsóknir sýna að eftir að barnið er komið í heiminn hefur tónlist jákvæð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þess, að ekki sé talað um áhrif söngiðkunar á málþroska.

Samvera

Á námskeiðinu læra foreldrar leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna.

Barnagælur og leikir

Með námskeiðinu er einkum ætlunin að vekja áhuga barna á söng – og foreldra á þeirri gleði sem er því samfara að eiga stundir með börnum sínum í söng, leik og iðkun tónlistar.

Sungið og dansað

Námskeiðið er sex skipti, klukkutími í senn þar sem sungin eru barnalög og kvæði, leikið og dansað og notið samveru.

Diljá Sigursveinsdóttir hefur að baki nám í söng og fiðluleik.

Við nám í Danmörku kynnti hún sér aðferðir við tónlistarkennslu ungra barna.