Stofnun og þróun Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar var stofnaður 30. mars 1964. Forgöngu að stofnun hans hafði Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld. Sigursveinn veitti skólanum forstöðu fyrstu 20 árin. Tónskólinn er rekinn sem sjálfseignarstofnun af styrktarfélagi. Stjórn styrktarfélagsins er einnig stjórn skólans. Í stjórninni eru 6 menn, kosnir á aðalfundi styrktarfélagsins, þar að auki einn fulltrúi tilnefndur af starfsmannafélagi og annar tilnefndur af nemendafélagi skólans.