Markmið skólans

Markmið Tónskólans er að efla almenna tónlistarþekkingu meðal barna og fullorðinna. Skólinn byggir starf sitt m.a. á þeirri hugsun að með skipulegu námi og markvissum kennsluaðferðum geti allir tileinkað sér vissa færni á sviði tónlistar. Þess vegna er skólinn opinn fólki á öllum aldri og leitast við að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína og færni á þessu sviði jafnhliða öðru námi og starfi en einnig að skapa þeim, sem skara fram úr í námi, verkefni við sitt hæfi.

Til að sem bestur árangur náist er lögð áhersla á að foreldrar verði þátttakendur í námi barna sinna. Þannig vill skólinn stuðla að því að tónlistariðkun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í daglegu lífi okkar allra.