Tónskóli Sigursveins hefur gert samning við Þjónustumiðstöð Breiðholts um þátttöku í sameiginlegu íþrótta- og frístundatilboði fyrir börn í 1. – 2. bekk í Breiðholti. Foreldrar þátttakenda greiða gjald sem nemur frístundakortsframlagi kl. 50.000 kr. fyrir tvær annir. Þátttakendur geta síðan valið sér einn til tvo íþrótta- eða frístundakosti á önn og mögulegt er að færa skráningu í einu tilfelli af einum valkosti á annan á miðri önn. Aukaframlag kl. 30.000 fylgir hverju barni sem rennur til þeirra íþrótta- og frístundaaðila sem barn er skráð til þátttöku hjá. Nauðsynlegt er að sækja um á heimsíðu Tónskólans, https://schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=30, ef áhugi er á tónlistarnámi við skólann og til að nýta tilboðið „Breiðholtskrakkar 1.-2. bekkur “ þarf að skrá sig á https://breidholtskrakkar.felog.is/ .