Tónskólinn og Covid-19

Þó samfélagið sé að talsverðu leyti undirlagt af umræðu um Covid-19 veiruna þá viljum við í Tónskólanum undirstrika að skólinn starfar eins og venjulega og við hvetjum nemendur til að stunda tónlistarnámið eftir bestu getu. Öll kennsla, þ.m.t. tónfræði og hljómsveitaræfingar, er óbreytt að svo stöddu. Við fylgjumst grannt með öllum tilkynningum og fyrirmælum frá Embætti landlæknis og Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Þeir nemendur sem finna fyrir flenskulíkum einkennum eru vinsamlegast beðnir um að mæta ekki Tónskólann.

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/Spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna-

Tónskólinn hefur komið fyrir sprittbrúsum í hverri kennslustofu og á salernum á Engjateigi og í Hraunbergi. Hafið samt í huga að handþvottur með sápu er besta forvörnin. Hér smá sjá myndband um handþvott: https://vimeo.com/151138613

Hvernig draga skal úr smithættu
– Hreinsa hendur með sápu og vatni eða handspritti
– Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír
– Forðast náið samneyti við fólk sem er með hita, kvef eða flensueinkenni
– Gæta hreinlætis og forðast snertingu við augu, nef og munn
– Varast snertifleti á fjölförnum stöðum svo sem handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna
– Heilsa frekar með brosi en handabandi (eða faðmlagi)

Þemadagar 18. – 20. febrúar – Tónlistin og samfélagið. Nemendur halda tónleika víðsvegar um bæinn.

Tónleikastaðir:

Skólar: Laugarnesskóli, Klettaskóli, Hólabrekkuskóli og Suðurborg

Dvalarheimili og félagsmiðstöðar: Bólstaðarhlíð, Seljahlíð, Mörk, Furugerði, Droplaugarsataðir, Árskógar, Dalbraut, Múlabær, Grund, Hæðargarður og Landakot

Kjarvalsstaðir, Ráðhús Reykjavíkur og Seðlabankinn

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna 25. janúar kl 16.00 í Langholtskirkju

Efnisskrá tónleikanna er sem hér segir:

P. Iturralde: Pequena Czarda

Arturo Márquoes: Canzón nr. 2

G. Bizet: Þættir úr Carmensvítum I og II

Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson

Einleikar: Björgvin Brynjarsson, saxófónleikari, nemandi Tónlistarskóla Garðabæjar

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla: Tónlistarskóla Garðabæjar, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins.

Miðaverð 3500 kr. fyrir fullorðna og 2000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara.

Allir hjartanlega velkomnir

2020, FÍH, Sinfónía Tónlistarskólana

Tónfræðigreinar á framhaldsstigi veturinn 2019-20

Tónheyrn F1

Engjateigur st. 301 Miðvikudaga kl. 17.00-18.30 (EG)

Tónheyrn F2

Engjateigur st. 301 Miðvikudaga kl. 18.30-20.00(EG)

Hljómfræði I

Engjateigur  st. 203 Mánudaga kl. 18.00-19.30

Hljómfræði II

Engjateigur salur Mánudaga kl. 17.00-18.30 (EG)

Tónlistarsaga II

Engjateigur st. 301 Mánudaga kl.18.40-20.10 (KB)

Jazzhljómfræði-valáfangi

Hraunberg salur Þriðjudaga kl. 19-12.30(MMÁ)