Skólaslit 1. júní kl. 17 í Langholtskirkju

Skólaslit í Tónskóla Sigursveins verða  miðvikudaginn 1. júní kl. 17 í Langholtskirkju


Afhending áfangaprófskírteina, stigsprófskírteina og vorprófsumsagna

Afhending vetrarumsagna og vitnisburðarblaða

Afhending umsagna fyrir útskriftir úr Suzukibókum

Útskrift framhaldsprófsnemenda

Fjölbreytt tónlistaratriði

Nemendur sem komast ekki á skólaslitin eru vinsamlegast beðnir um að sækja prófskírteini og vitnisburðarblöð á skrifstofu skólans fyrir 10. júní. 

Vasyl valinn til að leika einleik með SÁ næsta haust

Á tónleikum Nótunnar 20. mars sl. fluttu 18 nemendur konsertkafla og freistuðu þess að fá að spila einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Að velja úr svo glæsilegum atriðum sem raun bar vitni, var hægara sagt en gert fyrir Oliver Kentish, stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Niðurstaðan varð sú að hann valdi fjögur atriði og fimm nemendur til að leika á tónleikum hljómsveitarinnar næsta vetur og meðal þeirra var Vasyl Zaviriukha, píanónemandi í Tónskóla Sigursveins. Vasyl mun flytja Konsert í D-dúr Hob.XVIII/11 með SÁ. Hjartanlega til hamingju með glæsilega frammistöðu Vasyl !