Kennsla hefst föstudaginn 24. ágúst

Hljóðfærakennarar hafa samband við nemendur sína vegna stundatöflugerðar dagana 21.-23. ágúst.

Nánari upplýsingar um tímasetningar tónfræðigreina, hóptíma í Suzukideild, æfingar strengjasveita og gítarsveita verða aðgengilegar á heimasíðu föstudaginn 24. ágúst.

Skólagjöldum er dreift á 6 gjalddaga frá 1. september 2018 til 1. febrúar 2019 og birtast kröfurnar í heimabanka. Opnað verður fyrir notkun frístundakorts Reykjavíkurborgar til að greiða niður skólagjöld í Tónskóla Sigursveins 25. ágúst og kröfur í heimabanka munu lækka í samræmi við ráðstöfun á frístundastyrknum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans í síma 568 5828 eða með tölvupósti á netfangið tsdk@ismennt.is ef óskað er nánari upplýsinga eða gera þarf breytingar varðandi skólavist árið 2018-19.

Upplýsingar um námsgjöld fyrir skólaárið 2018-2019 má finna hér.

Nótan 2018

Lokahátíð Nótunnar 2018 í Hörpu fór fram sunnudaginn 4. mars. Atriðin þrjú frá Tónskólanum voru meðal þeirra tíu sem verðlaunuð voru:
Bjargey Birgisdóttir, fiðluleikar og Jón Ísak Ragnarsson hlutu bæði verðlaun í flokki einleikara á framhaldsstigi og strengjakvartett skipaður Johönnu Brynju Ruminy, Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur, Þórhildi Magnúsdóttur og Jóni Pétri Snæland verðlaun í samleik á framhaldsstigi.

Auk þess var Bjargey og Jóni Ísak boðið að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á næsta ári.

Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt borgarstjóra Degi Eggertssyni.

Myndir frá Nótunni 2018