Kæru nemendur og foreldrar/forsvarsmenn.
Kennsla hefst í Tónskóla Sigursveins fimmtudaginn 24. ágúst.
Hljóðfærakennarar munu hafa samband við nemendur sína vegna stundatöflugerðar ekki seinna en 21. ágúst.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans með því að senda póst á tonskolisigursveins@tonskolisigursveins.is eða í síma 568 5828 ef breytingar eru fyrirhugaðar á námsvist í skólanum. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 12-17.
Skólagjöld verða innheimt í gegnum Sportabler frá 1. sept. þar sem einnig verður hægt að ráðstafa frístundastyrk Reykjavíkurborgar að upphæð 75 þús. og dreifa eftirstöðvunum á allt að 6 gjalddaga.
Með von um ánægjulegan vetur í Tónskóla Sigursveins.