Á tónleikum Nótunnar 20. mars sl. fluttu 18 nemendur konsertkafla og freistuðu þess að fá að spila einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Að velja úr svo glæsilegum atriðum sem raun bar vitni, var hægara sagt en gert fyrir Oliver Kentish, stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Niðurstaðan varð sú að hann valdi fjögur atriði og fimm nemendur til að leika á tónleikum hljómsveitarinnar næsta vetur og meðal þeirra var Vasyl Zaviriukha, píanónemandi í Tónskóla Sigursveins. Vasyl mun flytja Konsert í D-dúr Hob.XVIII/11 með SÁ. Hjartanlega til hamingju með glæsilega frammistöðu Vasyl !
