Ekki verða hefðbundnir hóptímar í forskóla og í tónfræðagreinum til föstudagsins 7. janúar og munu kennarar senda sínum hópum upplýsingar um tilhögun kennslunnar.  

Hljómsveitastarf, samspil og Suzuki hóptímar hefjast laugardaginn 8. janúar. Nánari upplýsingar verða sendar hverjum hópi fyrir sig.
Vegna útbreiðslu omíkron viljum við draga úr hópamyndun innan skólans eins og hægt er og biðjum foreldra um að takmarka heimsóknir í Tónskólann. Við biðjum einnig alla að huga vel að persónubundnum sóttvörnum og að börn mæti ekki í skólann með kvef einkenni. 
Vinsamlegast tilkynnið forföll til skrifstofu Tónskólans, með tölvupósti á tonskolisigursveins@tonskolisigursveins.is eða í síma 568 5828