Þrátt fyrir samkomubann sem tók gildi í dag eru hljóðfæratímar í Tónskólanum með óbreyttu sniði.

Óheimilt að fara inní grunnskóla þannig að þeim nemendum, sem hafa verið í spilatíma í skólanum sínum verður boðinn tími inní húsnæði Tónskólans í samráði við kennara og foreldra. Tímasetningar hjá þeim gætu breyst vegna þessa og biðlum við til foreldra að liðka fyrir því eins og hægt er.

Með samkomubanninu fellur hópkennsla í Tónskólanum niður. Það á við um forskóla, tónfræði, hljómsveitir, samspils- og suzukihópa. Við munum bjóða uppá fjarkennslu þar sem því verður við komið og verður það tilkynnt eins fljótt og mögulegt er. Allir tónleikar á vegum Tónskólans falla niður á meðan á samkomubanninu stendur.

Tónskólinn mun gæta ítrasta hreinlætis og verður húsnæði skólans þrifið og sótthreinsað daglega. Einnig verða hljómborð, hurðahúnar, lyftutakkar, handföng og aðrið snertifletir sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.

Höldum gleðinni sem tónlistin gefur og njótum þess að spila á hljóðfærin okkar!