T
Almenn kennsla í Tónskólanum hefst mánudaginn 26. ágúst. Við í Suzukideildinni ætlum að hefja hópastarfið, eins og oft áður, með upphitunardegi sem verður næstkomandi laugardag, 31. ágúst. Þá munum við hittast, spila saman og spjalla bæði á Engjateigi og í Laugarneskirkju. Fiðlu-, víólu- og píanónemendur byrja á Engjateigi en selló- og gítarnemendur verða allan tímann í Laugarneskirkju.
Æft verður frá kl. 9:30-11:30, sjá dagskrá hér fyrir neðan. Við hvetjum yngri nemendur til þess að mæta fyrr og /eða staldra lengur við og hlusta á lengra komna nemendur. Nýnemar og gestir eru hjartanlega velkomnir til að fylgjast með og hlusta á allt sem fram fer þennan dag.
Kl. 11:45 verður foreldrafræðslufundur fyrir ALLA FORELDRA í Laugarneskirkju. Á meðan fundinum stendur verður nestistími hjá börnunum niðri í safnaðarheimilinu – hver og einn kemur með sitt eigið nesti.
Að lokum, kl. 12:30 munum við enda dagskrána á stuttum tónleikum þar sem allir munu koma fram.
Hlökkum til að hitta ykkur og eiga
saman góðan dag,
bestu kveðjur frá Suzukikennurunum
DAGSKRÁ UPPHITUNARDAGS SUZUKIDEILDAR
laugardaginn 31. ágúst 2019
ENGJATEIGUR 1
Fiðlur í salnum
Kl. 9.30-10.20 Bækur 4, 5, 6 og 7
kl. 10:30-11:20 Allar fiðlur
Víólur stofa 203
kl. 9:30-10:20 Víóluhópar 1 og 2
Píanó stofa 303
kl. 9:30 Píanóhópar 3 og 4
kl. 10:30 Píanóhópar 1 og 2
________________________________________________________
LAUGARNESKIRKJA
Gítarar í safnaðarheimilinu
kl. 10:20-11:20 Allir gítarnemendur
Selló í kirkjuskipinu
kl. 9:30-10:20 Sellóhópur 2
kl. 10:30-11:20 Sellóhópar 1 og 2
kl. 11:45 Foreldrafundur í Laugarneskirkju
kl. 12:30-13:30 Tónleikar í Laugarneskirkju