Hljómsveitaæfingar 2018-19

Hljómsveitaæfingar skólaárið 2018-19 hefjast þriðjudaginn 4. september.

Æfingar hljómsveita haustið 2018.

Hljómsveit 1  –  miðvikudagar kl. 17-18 á Engjateigi

Hljómsveit 2  –  laugardagar kl 11:45-13:15 á Engjateigi

Hljómsveit 3  –  þriðjudagar kl. 17-18:30

Strengjasveit Tónskólans  –  laugardagar kl. 11-13 í Laugalækjarskóla

 

 

Kennsla hefst föstudaginn 24. ágúst

Hljóðfærakennarar hafa samband við nemendur sína vegna stundatöflugerðar dagana 21.-23. ágúst.

Nánari upplýsingar um tímasetningar tónfræðigreina, hóptíma í Suzukideild, æfingar strengjasveita og gítarsveita verða aðgengilegar á heimasíðu föstudaginn 24. ágúst.

Skólagjöldum er dreift á 6 gjalddaga frá 1. september 2018 til 1. febrúar 2019 og birtast kröfurnar í heimabanka. Opnað verður fyrir notkun frístundakorts Reykjavíkurborgar til að greiða niður skólagjöld í Tónskóla Sigursveins 25. ágúst og kröfur í heimabanka munu lækka í samræmi við ráðstöfun á frístundastyrknum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans í síma 568 5828 eða með tölvupósti á netfangið tsdk@ismennt.is ef óskað er nánari upplýsinga eða gera þarf breytingar varðandi skólavist árið 2018-19.

Upplýsingar um námsgjöld fyrir skólaárið 2018-2019 má finna hér.