Lokahátíð Nótunnar 2018 í Hörpu fór fram sunnudaginn 4. mars. Atriðin þrjú frá Tónskólanum voru meðal þeirra tíu sem verðlaunuð voru:
Bjargey Birgisdóttir, fiðluleikar og Jón Ísak Ragnarsson hlutu bæði verðlaun í flokki einleikara á framhaldsstigi og strengjakvartett skipaður Johönnu Brynju Ruminy, Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur, Þórhildi Magnúsdóttur og Jóni Pétri Snæland verðlaun í samleik á framhaldsstigi.

Auk þess var Bjargey og Jóni Ísak boðið að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á næsta ári.

Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt borgarstjóra Degi Eggertssyni.

Myndir frá Nótunni 2018