Upphitunardagur í Suzukideild laugardaginn 1. september

UPPHITUNARDAGUR Í SUZUKIDEILD TÓNSKÓLANS LAUGARDAGINN 1. SEPTEMBER 2018

 

Til nemenda og forráðamanna í Suzukideild Tónskólans

Nýtt skólaár er að hefjast og hlutirnir óðum að færast í fastar skorður, stundatafla fjölskyldunnar að verða til og tilhlökkun í lofti.

Næstkomandi laugardag, 1. september, ætlum við að hittast og hita upp fyrir veturinn. Selló- og gítarnemendur byrja í Laugarneskirkju en fiðlu-, víólu- og píanónemendur verða á Engjateigi.

Æft verður frá kl. 9:30-11:30, sjá dagskrá hér fyrir neðan, og við hvetjum yngri nemendur til þess að mæta fyrr og /eða staldra lengur við og hlusta á lengra komna nemendur. Nýnemar og gestir eru hjartanlega velkomnir til að fylgjast með og hlusta á allt sem fer fram þennan dag.

Kl. 11:45 verður foreldrafræðslufundur fyrir ALLA FORELDRA í Laugarneskirkju. Á meðan á fundinum stendur er nestistími hjá börnunum, hver og einn kemur með sitt eigið nesti.

Að lokum, kl. 12:30, munum við enda dagskrána á stuttum tónleikum í Laugarneskirkju þar sem allir munu koma fram.

Hlökkum til að hitta ykkur og eiga saman góðan dag,
bestu kveðjur frá Suzukikennurum

 

DAGSKRÁ :

 LAUGARNESKIRKJA

 Selló       9:30-11:20  í Laugarneskirkju

Gítar         9:30-11:20  í safnaðarheimili Laugarneskirkju

 

ENGJATEIGUR 1

Fiðlur

9.30-10.20          Bækur 4, 5, 6 og 7  í  salnum á Engjateigi

10:30-11:20        Allar fiðlur í salnum á Engjateigi

Víólur                  9:30-11:20 Stofa 203

Píanó                   9:30-11:20 Stofa 303

 

Hljómsveitaæfingar 2018-19

Hljómsveitaæfingar skólaárið 2018-19 hefjast þriðjudaginn 4. september.

Æfingar hljómsveita haustið 2018.

Hljómsveit 1  –  miðvikudagar kl. 17-18 á Engjateigi

Hljómsveit 2  –  laugardagar kl 11:45-13:15 á Engjateigi

Hljómsveit 3  –  þriðjudagar kl. 17-18:30

Strengjasveit Tónskólans  –  laugardagar kl. 11-13 í Laugalækjarskóla

 

 

Kennsla hefst föstudaginn 24. ágúst

Hljóðfærakennarar hafa samband við nemendur sína vegna stundatöflugerðar dagana 21.-23. ágúst.

Nánari upplýsingar um tímasetningar tónfræðigreina, hóptíma í Suzukideild, æfingar strengjasveita og gítarsveita verða aðgengilegar á heimasíðu föstudaginn 24. ágúst.

Skólagjöldum er dreift á 6 gjalddaga frá 1. september 2018 til 1. febrúar 2019 og birtast kröfurnar í heimabanka. Opnað verður fyrir notkun frístundakorts Reykjavíkurborgar til að greiða niður skólagjöld í Tónskóla Sigursveins 25. ágúst og kröfur í heimabanka munu lækka í samræmi við ráðstöfun á frístundastyrknum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans í síma 568 5828 eða með tölvupósti á netfangið tsdk@ismennt.is ef óskað er nánari upplýsinga eða gera þarf breytingar varðandi skólavist árið 2018-19.

Upplýsingar um námsgjöld fyrir skólaárið 2018-2019 má finna hér.