Nótan 2018

Lokahátíð Nótunnar 2018 í Hörpu fór fram sunnudaginn 4. mars. Atriðin þrjú frá Tónskólanum voru meðal þeirra tíu sem verðlaunuð voru:
Bjargey Birgisdóttir, fiðluleikar og Jón Ísak Ragnarsson hlutu bæði verðlaun í flokki einleikara á framhaldsstigi og strengjakvartett skipaður Johönnu Brynju Ruminy, Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur, Þórhildi Magnúsdóttur og Jóni Pétri Snæland verðlaun í samleik á framhaldsstigi.

Auk þess var Bjargey og Jóni Ísak boðið að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á næsta ári.

Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt borgarstjóra Degi Eggertssyni.

Myndir frá Nótunni 2018

Innritun fyrir skólaárið 2018-2019


Staðfesting á skólavist á skólaárinu 2018-19 í Tónskóla Sigursveins fer nú fram rafrænt í skráningakerfi skólans þar sem forsvarsmenn (greiðendur) geta skráð sig inn í vefgáttina á slóðinni:
https://innskraning.island.is/?id=schoolarchive.net

Velja á flipann nemandi og smella á breyta til að svara spurningunni um áframhaldandi –já eða nei – í síðasta lagi mánudaginn 16. apríl.

Forsvarsmenn þeirra sem eru að ljúka forskóla velja flipann umsóknir og fylla út umsókn um óskahljóðfæri. Vinsamlegast farið yfir upplýsingarnar í vefgáttinni, netföng og símanúmer, og leiðréttið ef með þarf.

Sé óskað breytinga s.s. á námshlutfalli þarf að hafa samband við skrifstofu.

Vinsamlegast látið hljóðfærakennara vita ef nemandi ætlar ekki að halda áfram námi næsta vetur.

Til að tryggja sér skólavist þarf einnig að greiða staðfestingargjald að upphæð kr. 15.000 sem birtist í heimabanka með gjalddaga 23. apríl og er það inngreiðsla á skólagjöldin næsta vetur.

Skólagjöld fyrir fullt hljóðfæranám verða 123.000 kr. (forskóli og hálft nám 79.000 kr., fjölskylduafsláttur er 15%)

Eftirstöðvum að frádregnu staðfestingargjaldinu verður dreift jafnt á 6 gjalddaga, og birtast kröfurnar í heimabanka mánaðarlega frá 1. sept. 2018

Hægt er að nota frístundastyrk Reykjavíkurborgar að upphæð 50.000 kr. til að greiða niður skólagjöldin og opnað verður fyrir ráðstöfun á styrknum á Rafrænni Reykjavík í lok ágúst. Innheimta skólagjalda í haust verður lækkuð í samræmi við ráðstöfun á frístundastyrknum.

Hafið samband við skrifstofu skólans (tsdk@ismennt.is, 568 5828) ef upp koma vandræði með rafrænu staðfestinguna, eða ef spurningar vakna eða gera þarf breytingar.